banner
   fim 25. ágúst 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Raggi Sig: Smá högg að Liverpool tók nafna minn
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson segist hafa vonast eftir að ganga í raðir Liverpool eftir frábæra frammistöðu sína á EM í sumar.

Ragnar hefur verið stuðningsmaður Liverpool frá því barnæsku en hann var orðaður við þá rauðkælddu sem og fleiri lið á Englandi í sumar.

Á endanum sýndi Fulham hins vegar mestan áhuga og Ragnar samdi við félagið í vikunni.

„Ég veit ekki hvort það hafi verið einhver vitleysa í manni en mér fannst allt eins líklegt að eitthvert lið eins og Liverpool myndi vilja skoða mig eftir EM. Mér fannst möguleikinn á því allavega vera til staðar,“ sagði Ragnar í viðtali við Fréttablaðið í dag.

Liverpool samdi við nafna Ragnars í sumar því að félagið keypti Eistlendinginn Ragnar Klavan frá Augsburg í Þýskalandi.

„Eftir því sem ég best veit var ég aldrei nálægt því að komast til Liverpool. En það var samt smá högg fyrir mig að þeir tóku nafna minn í staðinn. Og vissulega mjög fyndið," sagði Ragnar við Fréttablaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner