Landsliðið mætir á leik hjá körfuboltalandsliðinu

Íslenska fótboltalandsliðið ætlar að mæta á leik hjá körfuboltalandsliðinu á EM í Finnlandi í næstu viku.
Ísland mætir Finnlandi í undankeppni HM laugardaginn 2. september í Tampere.
Ísland mætir Finnlandi í undankeppni HM laugardaginn 2. september í Tampere.
Landsliðið kemur saman í Helsinki á mánudaginn og þar verður undirbúningurinn að mestu fyrir leik.
Ísland hefur leik á EM í körfubolta næstkomandi fimmtudag þegar liðið leikur gegn Grikklandi í Helsinki. Fótboltalandsliðið mætir á þann leik.
„Það er búið að setja það inn í dagskrána hjá okkur að styðja strákana í leiknum á fimmtudaginn. Eins og Svali segir, við ætlum að horfa á körfubolta, móðir allra íþrótta," sagði Heimir í viðtali við Fótbolta.net.
Nokkur þúsund íslenskir stuðningsmenn ætla síðan að slá tvær flugur í einu höggi laugardaginn 2. september og sjá tvo leiki. Þá mætir körfuboltalandsliðið Póllandi í Helsinki og fótboltalandsliðið leikur við Finna í Tampere.
Fótboltalandsliðið ætlar að horfa á "móður allra íþrótta" og styðja strákana okkar í körfuboltalandsliðinu í Finnlandi #fotboltinet pic.twitter.com/WQfpuJ4xLF
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 25, 2017
Sjá einnig:
Smelltu hér til að sjá hópinn í heild
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir