Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 25. ágúst 2017 13:40
Magnús Már Einarsson
Íslenski landsliðshópurinn - Tvær breytingar
Icelandair
Rúnar Alex kemur inn í hópinn.
Rúnar Alex kemur inn í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðni kemur inn.
Jón Guðni kemur inn.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti rétt í þessu hópinn sem mætir Finnum og Úkraínu í undankeppni HM. Leikurinn við Finna er 2. september ytra en leikurinn við Úkraínu er 5. september á Laugardalsvelli.

Litlar breytingar eru á hópnum frá því í sigurleiknum gegn Króatíu í júní. Jón Guðni Fjóluson kemur inn í hópinn og Aron Sigurðarson dettur út.

Ögmundur Kristinsson er ekki inni í myndinni hjá Hammarby og er í leit að nýju félagi. Hann fær frí í þessu verkefni og Rúnar Alex Rúnarsson kemur inn í hópinn í hans stað.

Ef eitthvað kemur upp á hjá markvörðunum þremur mun Anton Ari Einarsson, markvörður úr Val, koma inn í hópinn. Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari landsliðsins, tilkynnti þetta á fundinum.

„Við vorum hrikalega ánægðir með leikinn gegn Króatíu og andann í hópnum. Við vonumst til að geta kallað það aftur upp í leiknum gegn Finnum," sagði Heimir eftir að hann tilkynnti hópinn.

Viðar Örn Kjartansson og Theodór Elmar Bjarnason voru ekki í hópnum gegn Króatíu og þeir eru heldur ekki í hópnum núna. Heimir velur einungis þrjá framherja í hópnum líkt og gegn Króatíu.

„Það er enginn útilokaður úr hópnum og Viðar er á stand by ef eitthvað klikkar. Þetta gekk vel í síðasta leik. Við komum á óvart með leikaðferðinni í síðasta leik og höfum fleiri vopn í vopnabúrinu. Það er ekkert út á frammistöðu Viðars að setja og hann er að skora eins og Matti Villa. Þetta er stór, breiður og flottur hópur hjá okkur og við treystum þessum best fyrir þetta verkefni," sagði Heimir en gegn Króatíu spilaði Gylfi Þór Sigurðsson fyrir aftan Alfreð Finnbogason sem byrjaði einn frammi.

Hér að neðan má sjá hópinn í heild sinni.

Markmenn
Hannes Þór Halldórsson (Randers FC)
Ingvar Jónsson (Sandefjord)
Rúnar Alex Rúnarsson (Nordsjælland)

Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson (Hammarby)
Ragnar Sigurðsson (Rubin Kazan)
Kári Árnason (Aberdeen)
Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Sverrir Ingi Ingason (Rostov)
Hörður Björgvin Magnússon (Bristol City)
Hjörtur Hermannsson (Bröndby)
Jón Guðni Fjóluson (Norköping)

Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)
Emil Hallfreðsson (Udinese)
Gylfi Þór Sigurðsson (Everton)
Birkir Bjarnason (Aston Villa)
Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley)
Ólafur Ingi Skúlason (Karabukspor)
Arnór Ingvi Traustason (AEK Aþena)
Rúnar Már Sigurjónsson (Grasshoppers)
Rúrik Gíslason (Nurnberg)

Sóknarmenn
Alfreð Finnbogason (Augsburg)
Jón Daði Böðvarsson (Reading)
Björn Bergmann Sigurðarson (Molde)

Fréttamannafundurinn í heild


Sjá einnig:
Smelltu hér til að sjá hópinn í heild
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner