Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
   sun 25. september 2016 17:33
Ívan Guðjón Baldursson
Arnar Grétars: Auðvitað er þetta drullusvekkjandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var skiljanlega svekktur eftir tap sinna manna á Akranesi í dag.

Blikar eru í bullandi Evrópubaráttu en tapið í dag gæti orðið þeim að falli takist þeim ekki að sigra Fjölni á laugardaginn.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 Breiðablik

„Við erum svekktir með að fara stigalausir heim. Það er ekki nóg að vera með boltann 60-70% eða meira og skapa helling af færum ef þú kemur ekki tuðrunni í netið. Svo í fyrsta skotinu í síðari hálfleik skora þeir og gera vel," sagði Arnar.

„Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í síðari hálfleik, þó við værum mikið með boltann vorum við ekki að skapa eins mikið og í fyrri hálfleik og því fór sem fór. Auðvitað er þetta drullusvekkjandi í þeirri stöðu sem við erum."

Arnar tjáði sig að lokum um agabannið sem Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson voru settir í.

„Auðvitað er slæmt að svona hlutir gerist á þessum tímapunkti en þetta er búið og menn halda bara áfram, það er ekkert annað í stöðunni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner