Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var skiljanlega svekktur eftir tap sinna manna á Akranesi í dag.
Blikar eru í bullandi Evrópubaráttu en tapið í dag gæti orðið þeim að falli takist þeim ekki að sigra Fjölni á laugardaginn.
Blikar eru í bullandi Evrópubaráttu en tapið í dag gæti orðið þeim að falli takist þeim ekki að sigra Fjölni á laugardaginn.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 0 Breiðablik
„Við erum svekktir með að fara stigalausir heim. Það er ekki nóg að vera með boltann 60-70% eða meira og skapa helling af færum ef þú kemur ekki tuðrunni í netið. Svo í fyrsta skotinu í síðari hálfleik skora þeir og gera vel," sagði Arnar.
„Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í síðari hálfleik, þó við værum mikið með boltann vorum við ekki að skapa eins mikið og í fyrri hálfleik og því fór sem fór. Auðvitað er þetta drullusvekkjandi í þeirri stöðu sem við erum."
Arnar tjáði sig að lokum um agabannið sem Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson voru settir í.
„Auðvitað er slæmt að svona hlutir gerist á þessum tímapunkti en þetta er búið og menn halda bara áfram, það er ekkert annað í stöðunni."
Athugasemdir