Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
   sun 25. september 2016 17:33
Ívan Guðjón Baldursson
Arnar Grétars: Auðvitað er þetta drullusvekkjandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var skiljanlega svekktur eftir tap sinna manna á Akranesi í dag.

Blikar eru í bullandi Evrópubaráttu en tapið í dag gæti orðið þeim að falli takist þeim ekki að sigra Fjölni á laugardaginn.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 Breiðablik

„Við erum svekktir með að fara stigalausir heim. Það er ekki nóg að vera með boltann 60-70% eða meira og skapa helling af færum ef þú kemur ekki tuðrunni í netið. Svo í fyrsta skotinu í síðari hálfleik skora þeir og gera vel," sagði Arnar.

„Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í síðari hálfleik, þó við værum mikið með boltann vorum við ekki að skapa eins mikið og í fyrri hálfleik og því fór sem fór. Auðvitað er þetta drullusvekkjandi í þeirri stöðu sem við erum."

Arnar tjáði sig að lokum um agabannið sem Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson voru settir í.

„Auðvitað er slæmt að svona hlutir gerist á þessum tímapunkti en þetta er búið og menn halda bara áfram, það er ekkert annað í stöðunni."
Athugasemdir
banner