Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 25. september 2016 21:49
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Torino lagði Roma er Totti skoraði 250. markið
Mynd: Getty Images
Francesco Totti kom inná í hálfleik er Roma tapaði 3-1 fyrir Torino í ítalska boltanum í dag.

Totti minnkaði muninn fyrir Rómverja úr vítaspyrnu en það dugði ekki til og er félagið með 10 stig eftir 6 umferðir. Þetta var 250. mark Totti í Serie A og er hann 24 mörkum frá markameti Silvio Piola.

Inter er búið að vera á blússandi siglingu en tókst ekki að leggja Bologna að velli í dag þrátt fyrir gífurlega margar marktilraunir.

Fiorentina fékk Milan í heimsókn í lokaleik dagsins. Heimamenn voru betri í leiknum og klúðruðu vítaspyrnu í fyrri hálfleik en hinn ungi Gianluigi Donnarumma var frábær á milli stanganna og hélt hreinu í markalausu jafntefli. Leikurinn var þó gríðarlega fjörugur og komust bæði lið oft nálægt því að skora.

Giovanni Simeone, sonur Diego Simeone, skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir Genoa er liðið gerði jafntefli við Pescara. Lazio sigraði Empoli og Emil Hallfreðsson var ekki í hóp hjá Udinese vegna meiðsla í tapi gegn Sassuolo.

Fiorentina 0 - 0 Milan
0-0 Josip Ilicic ('23 , Misnotað víti)

Genoa 1 - 1 Pescara
1-0 Giovanni Simeone ('47 )
1-1 Rey Manaj ('85 )
Rautt spjald: ,Edenilson, Genoa ('74)
Rautt spjald: Goran Pandev, Genoa ('79)

Inter 1 - 1 Bologna
0-1 Mattia Destro ('14 )
1-1 Ivan Perisic ('37 )

Lazio 2 - 0 Empoli
1-0 Balde Diao Keita ('29 )
2-0 Senad Lulic ('90 )

Sassuolo 1 - 0 Udinese
1-0 Gregoire Defrel ('34 )

Torino 3 - 1 Roma
1-0 Andrea Belotti ('8 )
2-0 Iago Falque ('53 , víti)
2-1 Francesco Totti ('55 , víti)
3-1 Iago Falque ('65 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner