Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
   sun 25. september 2016 18:08
Ívan Guðjón Baldursson
Oliver Sigurjóns: Þurfum að gera miklu betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson var í byrjunarliði Blika í tapleik gegn ÍA í Pepsi-deildinni í dag.

Oliver segir að Blikar verði að líta í eigin barm og gera miklu betur í lokaumferðinni vilji þeir ná öðru sæti.

„Þetta eru virkilega svekkjandi úrslit og við þurfum að líta í eigin barm," sagði Oliver.

„Við vorum mun betri í fyrri hálfleik, en það þýðir ekki að vera betri og skapa sér færi ef maður skorar ekki fleiri mörk en andstæðingurinn. Við þurfum að gera miklu betur í næsta leik ef við ætlum að ná öðru sætinu."

Oliver tók aukaspyrnu í síðari hálfleik sem fór í slánna og niður en hann segist ekki vera viss um hvort boltinn hafi farið inn eða ekki.

„Ég veit það ekki. Frá mínu sjónarhorni fór boltinn á ská niður, þannig að hann fór eiginlega alveg upp í samskeytin. Við hefðum bara átt að skora eftir að boltinn datt þarna niður, það var líka dauðafæri.

„Ég þarf bara að sjá það á myndbandi. Ef hann var inni þá er það bara ennþá meira svekkjandi."

Athugasemdir