Oliver Sigurjónsson var í byrjunarliði Blika í tapleik gegn ÍA í Pepsi-deildinni í dag.
Oliver segir að Blikar verði að líta í eigin barm og gera miklu betur í lokaumferðinni vilji þeir ná öðru sæti.
Oliver segir að Blikar verði að líta í eigin barm og gera miklu betur í lokaumferðinni vilji þeir ná öðru sæti.
„Þetta eru virkilega svekkjandi úrslit og við þurfum að líta í eigin barm," sagði Oliver.
„Við vorum mun betri í fyrri hálfleik, en það þýðir ekki að vera betri og skapa sér færi ef maður skorar ekki fleiri mörk en andstæðingurinn. Við þurfum að gera miklu betur í næsta leik ef við ætlum að ná öðru sætinu."
Oliver tók aukaspyrnu í síðari hálfleik sem fór í slánna og niður en hann segist ekki vera viss um hvort boltinn hafi farið inn eða ekki.
„Ég veit það ekki. Frá mínu sjónarhorni fór boltinn á ská niður, þannig að hann fór eiginlega alveg upp í samskeytin. Við hefðum bara átt að skora eftir að boltinn datt þarna niður, það var líka dauðafæri.
„Ég þarf bara að sjá það á myndbandi. Ef hann var inni þá er það bara ennþá meira svekkjandi."
Athugasemdir