Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
Sölvi: Vorum til í slagsmál og með yfirhöndina í návígjum
Davíð Smári: Komust upp með að væla og liggja í grasinu
„Bara frábært" að vera komin aftur í landsliðið
Tilbúin í nýja áskorun - „Verðið bara að bíða eins spennt og ég"
„Var í hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið"
Óráðið hjá Cecilíu - Ekki tilbúin í það sem Bayern var að hugsa
Steini: Var alveg á mörkunum að vera í hópnum núna
Karólína Lea: Fólk á Twitter veit þá meira en ég
Glódís þakklát Steina - „Eitthvað sem ég vil ekki gera aftur"
Gylfi Tryggva: Þetta eru ótrúlegir karakterar í þessu liði
Sextán ára skoraði á lokamínútunni: Sleppti að hugsa um stressið
Anna Þóra svekkt: Galinn dómur
Kristrún Ýr: VIð þurfum að girða okkur í brók
Pétur Rögnvalds: Orðið það mikið af færum að ég hélt að þetta myndi ekki detta
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
   sun 25. september 2016 18:08
Ívan Guðjón Baldursson
Oliver Sigurjóns: Þurfum að gera miklu betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson var í byrjunarliði Blika í tapleik gegn ÍA í Pepsi-deildinni í dag.

Oliver segir að Blikar verði að líta í eigin barm og gera miklu betur í lokaumferðinni vilji þeir ná öðru sæti.

„Þetta eru virkilega svekkjandi úrslit og við þurfum að líta í eigin barm," sagði Oliver.

„Við vorum mun betri í fyrri hálfleik, en það þýðir ekki að vera betri og skapa sér færi ef maður skorar ekki fleiri mörk en andstæðingurinn. Við þurfum að gera miklu betur í næsta leik ef við ætlum að ná öðru sætinu."

Oliver tók aukaspyrnu í síðari hálfleik sem fór í slánna og niður en hann segist ekki vera viss um hvort boltinn hafi farið inn eða ekki.

„Ég veit það ekki. Frá mínu sjónarhorni fór boltinn á ská niður, þannig að hann fór eiginlega alveg upp í samskeytin. Við hefðum bara átt að skora eftir að boltinn datt þarna niður, það var líka dauðafæri.

„Ég þarf bara að sjá það á myndbandi. Ef hann var inni þá er það bara ennþá meira svekkjandi."

Athugasemdir
banner
banner