banner
   sun 25. september 2016 11:30
Arnar Geir Halldórsson
Rekinn eftir naumt tap gegn Bayern
Rekinn
Rekinn
Mynd: Getty Images
Þýska úrvalsdeildarfélagið Hamburg hefur rekið Bruno Labbadia úr starfi knattspyrnustjóra félagsins.

Síðasti leikur liðsins undir stjórn Labbadia var 1-0 tapleikur gegn meisturum Bayern Munchen í gær en Joshua Kimmich skoraði sigurmarkið á lokamínútum leiksins.

Hamburg er aðeins með eitt stig eftir fimm umferðir og þykir það óásættanlegur árangur.

Labbadia kveður því Hamburg eftir eitt og hálft ár í brúnni en þessi fimmtugi Þjóðverji hefur einnig stýrt Stuttgart, Bayer Leverkusen, Greuter Furth og Darmstadt á þrettán ára þjálfaraferli.

Hamburg mun tilkynna um ráðningu á eftirmanni Labbadia á allra næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner