sun 25. september 2016 16:27
Arnar Geir Halldórsson
Rosaleg lokaumferð í Pepsi - Sjáðu hvaða lið mætast
Fylkismenn þurfa að sækja sigur í Vesturbæinn á laugardag
Fylkismenn þurfa að sækja sigur í Vesturbæinn á laugardag
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mikil spenna er fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla eftir leiki dagsins en hart er barist um tvö Evrópusæti auk þess sem Fylkir á enn von um að bjarga sæti sínu í deildinni.

Lokaumferðin fer fram næstkomandi laugardag. Þar eru þrír leikir klárlega áhugaverðari en hinir þrír. Breiðablik og Fjölnir eru bæði að berjast um Evrópusæti en Fjölnir þarf að treysta á úrslit úr öðrum leikjum á meðan Blikar geta nánast tryggt sig í Evrópu með sigri.

Stjarnan er einnig með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina en Garðbæingar fá Ólafsvíkinga í heimsókn á Samsung völlinn. Ólafsvíkingar eru aðeins tveim stigum á undan Fylki sem heimsækja KR í lokaumferðinni en þar þurfa KR-ingar sigur til að komast í Evrópusæti.

Hinir þrír leikirnir skipta minna máli. Valur og ÍA sigla lygnan sjó líkt og Víkingur Reykjavík sem mætir föllnum Þrótturum. Þá mæta Íslandsmeistarar FH Eyjamönnum sem eru nánast öruggir með sæti sitt þó enn sé tölfræðilegur möguleiki fyrir hendi að þeir fari niður.

Lokaumferð Pepsi-deildar karla laugardaginn 1.október
14:00 Valur-ÍA (Valsvöllur)
14:00 Stjarnan-Víkingur Ó. (Samsung völlurinn)
14:00 Breiðablik-Fjölnir (Kópavogsvöllur)
14:00 Þróttur R.-Víkingur R. (Þróttarvöllur)
14:00 KR-Fylkir (Alvogenvöllurinn)
14:00 FH-ÍBV (Kaplakrikavöllur)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner