Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
banner
   sun 25. september 2016 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Stebbi Gísla: Tvö mjög spennandi nöfn í viðræðum
Stefán Gíslason nýr þjálfari Hauka.
Stefán Gíslason nýr þjálfari Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán ásamt Kjartani Stefánssyni þjálfara kvennaliðs félagsins.
Stefán ásamt Kjartani Stefánssyni þjálfara kvennaliðs félagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að ræða saman í 2-3 vikur og það þurfti ekki miklar viðræður því ég var mjög spenntur þegar þeir höfðu samband," sagði Stefán Gíslason við Fótbolta.net í dag eftir að hann skrifaði undir ótímabundinn samning við Hauka um þjálfun liðsins.

Stefán sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íslands kemur til félagsins frá Breiðabliki þar sem hann hefur þjálfað 2. flokk félagsins undanfarin ár. Hann tekur við starfinu af Luka Kostic sem hefur stýrt liðinu ásamt Þórhalli Dan Jóhannssyni undanfarin tvö ár.

„Áhuginn hefur alltaf verið að fara í meistaraflokksþjálfun. Það var flott reynsla og gaman að byrja þetta í Breiðabliki. Það skildu leiðir hjá mér og Breiðabliki í byrjun ágúst, það var mín ákvörðun og allt í góðu þar. Svo kom þetta upp og ég er mjög spenntur. Ég var búinn að taka ákvörðun að skoða ekkert fyrr en kannski seinna í haust eða á næsta ári en þegar þetta kom var þetta áhugavert."

Haukar enduðu í 5. sæti Inkasso deildinni í sumar með 9 sigra, 4 jafntefli og 9 töp. En hvað veit Stefán um liðið sem hann er að taka við?

„Ég veit meira núna en fyrir nokkrum mánuðum. Flott félag og stórt félag í heild, flott lið hvað varðar andann og stemmninguna í liðinu. Fullt af flottum strákum og ungt lið. Flott lið til að byggja á og flottur hópur. Andinn, stemmningin og félagið heillaði mig mest."

„Þeir hafa fengið mikið af mörkum á sig í sumar og átt í erfiðleikum á útivelli. Þetta er ungur hópur en þrátt fyrir að þeir séu ungir eru margir leikmenn sem hafa spilað marga meistaraflokksleiki. Þetta sumar fer í reynslubankann hjá þeim öllum. Það er hægt að byggja mjög flott á þessum hóp, þeir eru einu ári eldri, meiri reynsla, þetta er spennandi."

Stefán skrifaði undir ótímabundinn samning við félagið í dag en hefur hann rætt við stjórn félagsins um að styrkja liðið.

„Þetta er flottur hópur sem verður grunnurinn og verður byggt á. Að sjálfsögðu erum við búnir að ræða lauslega um styrkingar og svoleiðis en það er ekkert sem við munum setja alltof mikið stress í núna. Við tökum 1-2 vikur eftir mót svo ég nái að kynnast strákunum og svo tökum við frí í október og þá fer ég að skoða þetta. Það verður ekkert stress með að hlaða inn leikmönnum. Þetta er flottur grunnur, fullt af flottum strákum og ég vil kynnast þeim betur og skoða hópinn betur áður en ákvarðanir eru teknar um það."

Ekki var tilkynnt um hver verður aðstoðarmaður Stefáns en hann staðfesti við Fótbolta.net að hann hafi rætt við tvo leikmenn um að verða spilandi aðstoðarþjálfarar hjá liðinu næsta sumar.

„Sú vinna er það sem hefur verið lögð meiri áhersla á að finna aðstoðarmann. Ég hef verið í sambandi við tvo aðila og það skýrist á næstu tveimur vikum. Félagið talaði við mig um að þeir hefðu áhuga á að fá spilandi aðstoðarmann. Sá aðili sem ég hef verið í sambandi við og hef rætt við flokkast undir þann hóp. Núna eru deildirnar að klárast og áður en lengra verður farið með það verða 1. og Pepsi-deildin að klárast. En það eru tvö mjög spennandi nöfn sem ég hef verið í sambandi við og hafa áhuga á að skoða þetta."

Nánar er rætt við Stefán í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner