Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. september 2016 14:26
Hafliði Breiðfjörð
Stefán Gíslason tekur við Haukum (Staðfest)
Frá undirskriftinni í dag.
Frá undirskriftinni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar boðuðu til fréttamannafundar í dag þar sem það var tilkynnt að Luka Kostic og Þórhallur Dan Jóhansson séu hættir þjálfun liðsins og Stefán Gíslason er tekinn við starfinu.

Stefán sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íslands og atvinnumaður sem spilaði í Noregi, Danmörku, Austurríki og Belgíu, hefur undanfarin ár verið einn þriggja þjálfara 2. flokks karla hjá Breiðabliki.

Félagið tilkynnti á fréttamannafundinum að Haukar muni hér eftir leika í búningum frá Errea en Stefán klæddist þeim búningi við undirskriftina. Einnig var tilkynnt að Kjartan Stefánsson sem stýrði kvennaliði félagsins upp í Pepsi-deildina um helgina verði áfram þjálfari.

Stefán staðfesti við Fótbolta.net að hann sé í viðræðum við tvo leikmenn um að verða spilandi aðstoðarþjálfari hjá sér næsta sumar.

Þá tilkynntu Haukar í dag að félagið muni halda áfram samstarfi við Luka Kostic fráfarandi þjálfara því gerður hefur verið samningur við þjálfunarfélag hans, Ask Luka ehf, varðandi einstaklingsmiðaða afreksþjálfun fyrir framtíðar leikmenn í karla og kvennaflokkum félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner