Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 25. september 2016 10:30
Arnar Geir Halldórsson
Wenger hrósar Walcott í hástert
Theo Walcott
Theo Walcott
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir allt annað að sjá Theo Walcott í upphafi leiktíðar en Walcott skoraði eitt af þrem mörkum Arsenal í sigri á Chelsea.

Walcott var ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir EM í Frakklandi í sumar en hefur farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni. Markið í gær var þriðja mark Walcott á tímabilinu.

Wenger segist sjá greinilegan mun á hugarfari hins 27 ára gamla Walcott.

„Það er ekki hægt að efast um frammistöðu hans. Ég trúi því að hann hafi mætt til leiks með enn betra hugarfar á þessari leiktíð. Hann er tilbúinn að berjast og þannig fær hann stuðningsmennina á sitt band."

„Theo Walcott í þessum ham er allt annar og miklu betri leikmaður,"
segir Wenger


Athugasemdir
banner