Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. september 2017 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Allir reiðir eftir jafntefli Fiorentina og Atalanta
Marco Sportiello átti frábæran leik í marki Fiorentina, og varði meðal annars vítaspyrnu.
Marco Sportiello átti frábæran leik í marki Fiorentina, og varði meðal annars vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Fiorentina gerði 1-1 jafntefli við Atalanta í skemmtilegum leik í gærkvöldi.

Federico Chiesa kom heimamönnum yfir snemma leiks og klúðraði Papu Gomez, einn af bestu leikmönnum Atalanta, vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Í síðari hálfleik átti Fiorentina að fá vítaspyrnu en fékk ekki, og tókst gestunum frá Bergamó að jafna á 94. mínútu.

„Þetta eru tvö stig sem við erum að tapa. Við verðskulduðum þrjú stig og vorum aftur óheppnir með dómaraákvarðanir," sagði Carlos Freitas, einn af stjórnendum félagsins.

„Það eru engar efasemdir, Atalanta átti aldrei að fá vítaspyrnu í kvöld, og við áttum að fá tvær. Þetta var svipað gegn Inter."

Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta, var ósammála Freitas. „Það þarf virkilega hugrekki til að kvarta undan dómgæslunni í kvöld. Við vorum einfaldlega betra liðið."

Stefano Pioli, þjálfari Fiorentina, greip í svipaða strengi og Freitas. „Við erum svekktir með að hafa ekki unnið, það er erfitt að sætta sig við úrslitin vegna lélegrar dómgæslu."
Athugasemdir
banner
banner