Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. september 2017 11:00
Elvar Geir Magnússon
Conte: Staðreynd að ég sakna Ítalíu
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, viðurkenndi það í viðtali við ítalska útvarpsstöð að hann sakni Ítalíu og verði ekki starfandi erlendis lengi.

Þessi fyrrum stjóri Juventus vann ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili hjá Chelsea.

„Ég sakna ítalíu, það er enginn vafi. Það er ekki hugmyndin að vera lengi erlendis. Ítalía er mitt land og ég mun snúa aftur, ég veit ekki hvenær," segir Conte.

Það voru sögusagnir í sumar um að hann gæti tekið við Inter en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Chelsea í sumar.

Conte útilokar það að þjálfa í Kína eða austurlöndum í framtíðinni. Hann segist hafa áhuga á því að verða yfirmaður fótboltamála einn daginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner