Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. september 2017 20:11
Ívan Guðjón Baldursson
England: Axel og Jón Dagur spiluðu fyrir varaliðin
Jón Dagur lék allan leikinn fyrir Fulham.
Jón Dagur lék allan leikinn fyrir Fulham.
Mynd: Getty Images
Axel Óskar Andrésson og Jón Dagur Þorsteinsson voru í byrjunarliðum varaliða Reading og Fulham í enska boltanum í dag.

Axel fékk rautt spjald og dæmda vítaspyrnu á sig á lokamínútunum. Norwich skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði þannig leikinn, 2-2.

Jón Dagur gat lítið gert er Fulham steinlá fyrir Blackburn og er aðeins með 3 stig eftir 6 umferðir.

Axel og félagar í Reading eru betur settir, með 10 stig.

Reading U23 2 - 2 Norwich U23
1-0 S. Smith ('3)
2-0 J. Sheppard ('29)
2-1 S. Mourgos ('41)
2-2 T. Cantwell ('89, víti)
Rautt spjald: Axel Andrésson, Reading ('89)

Blackburn 4 - 0 Fulham
1-0 C. Wright ('9)
2-0 J. Nuttall ('29)
3-0 Rankin-Costello ('55)
4-0 L. Mansell ('65)
Athugasemdir
banner
banner
banner