Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 25. september 2017 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hemed ákærður af knattspyrnusambandinu
Hemed og Anthony Knockaert að fagna saman.
Hemed og Anthony Knockaert að fagna saman.
Mynd: Getty Images
Tomer Hemed, sóknarmaður Brighton, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa traðkað á DeAndre Yedlin, leikmanni Newcastle.

Hemed skoraði eina mark leiksins í nýliðaslagnum en gæti nú verið á leið í nokkurra leikja bann.

„Tomer Hemed hefur verið ákærður fyrir meint ofbeldisbrot sem sást á myndbandsupptöku eftir viðureign Brighton og Newcastle," stendur í yfirlýsingu frá knattspyrnusambandinu.

„Leikmaðurinn hefur tíma þar til klukkan 18:00 á þriðjudaginn 26. september 2017 til að svara ákærunni."

Chris Hughton, stjóri Brighton, hefur komið Hemed til varnar eftir atvikið og segir það augljóslega hafa verið óviljaverk.
Athugasemdir
banner
banner
banner