Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. september 2017 17:12
Magnús Már Einarsson
Laxdal bræður framlengja við Stjörnuna
Daníel og Jóhann verða áfram í Garðabænum.
Daníel og Jóhann verða áfram í Garðabænum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna út árið 2020. Báðir leikmennirnir voru áður með samninga sem voru í gildi þangað til í október á þessu ári.

Jóhann og Daníel hafa báðir leikið lengi með meistaraflokki Stjörnunnar.

Daníel spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2004 en Jóhann árið 2007.

Þeir hafa leikið allan sinn feril með Stjörnunni fyrir utan nokkra mánuði sem Jóhann var hjá Ull/Kisa í Noregi árið 2014.

Í sumar hefur Daníel spilað 17 leiki í Pepsi-deildinni en Jóhann hefur spilað 20 leiki og skorað tvö mörk.

Hinn 31 árs gamli Daníel er leikjahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild frá upphafi en hann hefur skorað 13 mörk í 276 deildar og bikarleikjum á ferlinum.

Jóhann er 27 ára gamall en hann hefur samtals skorað 14 mörk í 196 deildar og bikarleikjum á ferli sínum.



Athugasemdir
banner
banner