Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 25. september 2017 21:46
Ívan Guðjón Baldursson
Pulis og Rodriguez: Við dýfum ekki
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tony Pulis, stjóri West Brom, og leikmenn félagsins Gareth Barry og Jay Rodriguez voru teknir í viðtal eftir 2-0 tap gegn Arsenal á Emirates leikvanginum.

Allir voru þeir ósáttir með að dómarinn hafi ekki dæmt vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar Shkodran Mustafi virtist brjóta á Rodriguez innan vítateigs.

„Ég fann fyrir tæklingu, datt næstum í jörðina en hoppaði beint aftur á lappir þegar ég sá að dómarinn ætlaði ekki að dæma," sagði Rodriguez.

„Ég meiddi mig alls ekki, en fyrir mér átti þetta að vera vítaspyrna. Ég er ekki týpan sem hendir sér á jörðina, en þetta er leiðinlegt því mark þarna hefði breytt leiknum."

Pulis segir brotið á Rodriguez hafa verið það augljóst að hann þurfi varla að tjá sig um það. „Það besta við þetta allt saman er að ég þarf varla að tjá mig um brotið því það eru allir búnir að sjá það.

„Mér fannst Rodriguez ekki vera of heiðarlegur, við hvetjum leikmenn til þess að dýfa sér ekki. Þetta hefði getað breytt leiknum, við hefðum getað skorað úr vítaspyrnunni og þeir hefðu getað misst mann af velli."


Gareth Barry, fyrirliði WBA, varð í dag leikjahæsti leikmaður frá upphafi ensku Úrvalsdeildarinnar, þegar hann tók yfir metið sem Ryan Giggs setti fyrir nokkrum árum.

„Ég er mjög stoltur af þessu meti mínu en ég hef ekki hugmynd um hverjir gætu bætt metið á næstu árum, það verður að koma í ljós."
Athugasemdir
banner
banner
banner