Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 25. september 2017 19:11
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Gautaborg tapar enn og aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elíasi Má Ómarssyni tókst ekki að skora í 1-0 tapi Gautaborgar gegn Eskilstuna.

Elías var inná frá fyrstu mínútu og er Gautaborg í neðri hluta sænsku deildarinnar eftir tapið, sjö stigum frá fallsæti.

Hjörtur Logi Valgarðsson kom inná í síðari hálfleik er Örebro hafði betur í fjörugum leik gegn Sirius, þökk sé þrennu frá Filip Rogic.

Leiknum lauk með 4-3 sigri Örebro sem er tveimur stigum fyrir ofan Gautaborg.

Þá lék Ragnar Sigurðsson allan leikinn í 1-0 tapi Rubin Kazan í rússnesku deildinni í dag.

Eskilstuna 1 - 0 Göteborg
1-0 Ch. Omeje ('86)

Sirius 3 - 4 Örebro
0-1 K. Igboananike ('33)
0-2 F. Rogic ('35)
1-2 S. Vecchia ('53)
1-3 F. Rogic ('54)
2-3 J. Arvidsson ('64, víti)
3-3 J. Andersson ('78)
3-4 F. Rogic ('81)
Athugasemdir
banner