Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. september 2017 21:33
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger og Ramsey: Dómarinn stóð sig vel
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger og Aaron Ramsey voru kátir eftir sigur Arsenal gegn West Brom í ensku Úrvalsdeildinni í kvöld.

Alexandre Lacazette gerði bæði mörk heimamanna í leiknum en West Brom hefði líklegast átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem var ekki dæmd.

„Þeir voru mjög góðir og hættulegir í fyrri hálfleik, en mér fannst við vera við algjöra stjórn í þeim síðari," sagði Wenger við BBC Sport.

„Ef maður skoðar atvikið aftur þá tók dómarinn rétta ákvörðun, hann leyfir sókninni að halda áfram því maðurinn er í upplögðu marktækifæri."

Wenger hrósaði Lacazette svo í hástert og var Ramsey á svipuðum nótum.

„Við erum heppnir að vera með Lacazette innanborðs. Við viljum gera Emirates að gryfju og það er gott að byrja tímabilið á þremur sigrum í röð á heimavelli.

„Ég sá ekki vítaspyrnuatvikið, en dómari þarf að taka hundruði ákvarðana í hverjum leik og mér fannst hann standa sig vel."

Athugasemdir
banner
banner
banner