Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. október 2014 18:07
Magnús Már Einarsson
Eigandi Leeds með enga þolinmæði - Rekur annan stjóra
Massimo Cellino eigandi Leeds.
Massimo Cellino eigandi Leeds.
Mynd: Getty Images
Fáir eigendur hafa minni þolinmæði en Massimo Cellino eigandi Leeds.

Cellino hefur nú í annað skipti rekið knattspyrnustjóra á þessu tímabili en hann ákvað að reka Darko Milanic eftir 2-1 tap gegn Wolves í dag sem skilur Leeds eftir í 18. sæti í Championship deildinni.

Milanic fékk einungis sex leiki í starfi en hann tók við þegar Dave Hockaday var rekinn fyrr á tímabilinu.

,,Úrslitin hafa ekki verið góð en við höfum spilað góðan fótbolta í þessum sex leikjum," sagði Milanic eftir leikinn í dag en 45 mínútum síðar var hann rekinn.

Cellino, eigandi Leeds, átti ítalska félagið Cagliari í 22 ára en á þeim tíma fengu þjálfarar félagsins 36 sinnum að taka pokann sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner