Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. október 2014 13:52
Þórður Vilberg Guðmundsson
England: West Ham lagði City
Diafra Sakho skoraði í dag
Diafra Sakho skoraði í dag
Mynd: Getty Images
West Ham 2 - 1 Manchester City
1-0 Morgan Amalfitano ('21 )
2-0 Diafra Sakho ('75 )
2-1 David Silva ('77 )

West Ham og Manchester City mættust í fyrsta leiknum í níundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Það var Morgan Amalfitano sem kom West Ham yfir á 21. Mínútu leiksins með laglegu marki eftir undirbúining Enner Valencia.

City sótti mikið eftir markið og skapaði sér talsvert af færum en gekk ekki að koma boltanum í netið.

Í síðari hálfleik var það svo Diafra Sakho sem jók forystu heimamanna í 2-0 með laglegu skallamarki. Hans sjötta mark fyrir West Ham í sex byrjunarliðsleikjum.

David Silva lagaði stöðuna fyrir City á 77. mínútu með stórglæsilegu marki.

En West Ham tókst að halda út síðustu 15 mínúturnar og landið stórkostlegum sigri á stórliði Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner