Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 25. október 2014 19:30
Grímur Már Þórólfsson
Heimild: goal.com 
Enrique: Enginn eftirsjá að spila Suarez
Luis Enrique
Luis Enrique
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, þjálfari Barcelona, segir að hann sjái ekki eftir því að hafa látið Luis Suarez byrja í dag. Liðið tapaði 3-1 fyrir Real Madrid á Santiago Bernabeu í dag.

Suarez spilaði sinn fyrsta leik fyrir Barcelona í dag eftir að afplána fjögurra mánaða bann frá knattspyrnu fyrir að bíta Giorgio Chiellini á HM í sumar.

Suarez var þó ekki lengi að stimpla sig inn fyrir Barcelona, en hann lagði upp mark fyrir Neymar eftir einungis fjórar mínútur. Hann var þó tekinn útaf á 69. mínútu í stöðunni 3-1 fyrir Real Madrid.

„Nei, ég sé ekki eftir því að hafa látið Suarez byrja.“

„Hann er búinn að vera með liðinu frá byrjun og hann gerði vel, jafnvel betur en ég bjóst við,“
sagði Luis Eneique eftir leikinn í dag.

Enrique bætti svo við að Real Madrid hafi verðskuldað sigurinn og segir liðið hafa verið kærulaust í varnarleiknum.

„Við áttum góða spretti en við gerðum allt of mörg mistök. Madrid stóðu sig vel í dag og verðskulduðu að vinna leikinn. Við þurfum að greina hvað fór úrskeiðis.“

„Að tapa er hluti af fótbolta. Við þurfum að læra af þessu og við munum sjá í enda í leiktíðarinnar hversu mikilvægur þessi leikur var.“


Eftir leikinn er Real Madrid einungis stigi á eftir Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner