Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. október 2014 10:30
Elvar Geir Magnússon
Khedira reynir að komast til Arsenal
Powerade
Khedira er orðaður við Arsenal.
Khedira er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Michael Carrick er kominn á ról.
Michael Carrick er kominn á ról.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðurpakka dagsins en BBC tók saman allt það helsta úr ensku götublöðunum. Sumum þessara mola ber að taka með fyrirvara eins og gengur og gerist með slúður.

Paul Lambert, stjóri Aston Villa, segir að félagið hafi möguleika á að kaupa Tom Cleverley frá Manchester United í janúar. Þessi 25 ára leikmaður er hjá Villa á lánssamningi. (Guardian)

Juan Cuardrado er nálægt því að skrifa undir nýjan samningvið Fiorentina. Þessi 26 ára vængmaður hefur verið orðaður við Manchester United og Chelsea. (Daily Express)

Louis van Gaal útilokar ekki að skrifa undir samning við Victor Valdes (32 ára) en þessi fyrrum markvörður Barcelona er samningslaus og hefur æft hjá Manchester United. (Daily Express)

Van Gaal vill fá argentínska varnarmanninn Ezequiel Garay (28) hjá Zenit í Pétursborg til að bina saman vörn United. (Daily Mirror)

Sami Khedira (27), miðjumaður Real Madrid, hefur lækkað launakröfur sína í 80 þúsund pund í viku til að reyna að tryggja sölu til Arsenal. (Metro)

Erik Lamela (22), miðjumaður Tottenham, vonast til þess að magnað mark hans gegn Asteras í Evrópudeildinni komi ferli hans á White Hart Lane almennilega af stað. (Daily Mail)

John Hartson, sjónvarpsmaður BBC, hefur beðið Victor Moses hjá Stoke afsökunar á því að hafa kallað hann svindlara í útsendingu. (Times)

Stóri Sam Allardyce, stjóri West Ham, segir að orðspor sitt sem háloftastjóri hafi erið búið til af knattspyrnustjórum sem hann hefur unnið. (Daily Telegraph)

Alan Irvine, stjóri West Brom, gæti beðið Ian Wright, fyrrum sóknarmann Arsenal, um hjálp við að þróa framherjann Saido Berahino (21). (Daily Mail)

Steve Bruce, stjóri Hull City, segist ánægður með að hafa ekki hlustað á hryllingssögur varðandi Hatem Ben Arfa þegar hann samdi við þennan 27 ára franska miðjumann á lánssamningi frá Newcastle. (Hull Daily Mail)

Michael Carrick (33), miðjumaður Manchester United, spilaði 64 mínútur með U21-liði United gegn West Ham í gær. Carrick hefur ekkert getað spilað með aðalliðinu á þessu tímabili vegna ökklameiðsla. (Manchester Evening News)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, útilokar að ráða sérstakan varnarþjálfara til að taka til í öfustu línu og þá segist hann ætla að halda áfram að gefa Mario Balotelli (24) tækifæri í liðinu. (Guardian)

Crystal Palace hefur neitað orðrómu um að bandaríski milljarðamæringurinn Joshua Harris sé að taka yfir félagið. (Daily Mirror)

Sergio Aguero segist hafa lært mörg blótsyrði 10 ára gamall þegar hann öskraði á Michael Owen þegar Owen skorað fyrir England gegn Argentínu á HM 1998. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner