Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. október 2014 11:11
Þórður Vilberg Guðmundsson
Koeman: Tadic gæti verið lykillinn að Evrópusæti
Dusan Tadic hefur byrjað vel hjá Southampton
Dusan Tadic hefur byrjað vel hjá Southampton
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman knattspyrnustjór Southampton sagði á blaðmannafundi í gær að miðjumaðurinn Dusan Tadic gæti verið lykill dýrlíngana að evrópusæti.

Tadic sem kom til Southampton fyrir þetta tímabil hefur stimplað sig rækilega inn í ensku úrvalsdeildina og verið duglegur við að finna félaga sína og leggja upp mörk.

Southampton mætir Stoke á heimavelli kl. 14:00 í dag og vonast til að fylgja eftir góðum 8 – 0 sigri á Sunderland um síðustu helgi. Þar lagði Tadic upp fjögur mörk og varð um leið sá leikmaður sem lagt hefur upp flest mörk í deildinni ásamt Cesc Fabregas.

Koeman segir að Tadic geti orðið gríðarlega mikilvægur þegar upp verður staðið í vor “Að sjálfsögðu, það lið sem hefur leikmanninn sem leggur upp flest mörk er líklegt til að enda ofarlega“

“Dusan hefur byrjað frábærlega. Hann er klókur leikmaður sem nýtir hæfileika sína frábærlega. Að leggja upp fjögur mörk í einum leik er ekki eðlilegt, hann hefur verið stórkostlegur“ sagði Koemena að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner