Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. október 2014 16:17
Elvar Geir Magnússon
Stórt tap hjá Birki og félögum - Í bullinu í B-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gengur afskaplega illa hjá Pescara, liði Birkis Bjarnasonar, í ítölsku B-deildinni.

Í dag tapaði liðið á heimavelli 0-5 gegn Carpi sem er í toppsætinu.

Simone Aresti, markvörður Pescara, fékk að líta rauða spjaldið rétt fyrir hálfleik en þá var staðan markalaus.

Birkir var í byrjunarliði Pescara sem er meðal neðstu liða deildarinnar, Pescara er eitt af liðunum sem eru með níu stig í 18.-20. sæti af 22 liðum. Crotone er á botninum með sjö stig.
Athugasemdir
banner
banner