Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 25. október 2014 22:30
Grímur Már Þórólfsson
Suarez: Frábært að vera kominn aftur
Luis Suarez: Blendnar tilfinningar eftir svona leik
Luis Suarez: Blendnar tilfinningar eftir svona leik
Mynd: Getty Images
Luis Suarez lýsti tilfillingum sínum sem blendnum eftir 3-1 tapið gegn Real Madrid í dag. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins á Neymar á fjórðu mínútu. Real Madrid komu þó tilbaka og unnu leikinn 3-1.

Suarez sem var keyptur á 80 milljón evra í sumar, mátti loksins spila eftir að hafa verið dæmdur í fjögurra mánaða keppnisbann frá knattspyrnu eftir að hafa bitið Giorgio Chiellini á HM í sumar.

Suarez var ánægður með að fá að spila á ný en tilfinningarnar voru þó blendnar vegna úrslitanna.

„Ég er mjög ánægður að vera kominn aftur á völlinn, þetta er mikill léttir og ég er ánægður með að þessi tími sé búinn. Tilfinningarnar eru þó blendar vegna úrslitanna. Það er mjög erfitt að spila hérna (á Bernabeu).“

„Allir vita hvernig Clasicos eru spilaðir, fyrstu mínúturnar eru gífurlega erfiðar. Við misstum stjórnina eftir að hafa komist yfir og þeir voru virkilega góðir í skyndisóknum og kláruðu leikinn.“


Suarez spilaði einungis 69 mínútur en þá var Pedro settur inná fyrir hann. Hann varði ákvörðun Enrique að láta hann byrja, þrátt fyrir að hann hafi einungis spilað nokkra æfingaleiki fram að þessum leik.

„Ég er búinn að æfa á hverjum degi síðustu viku og hugsað um þennan leik. Ég var í formi til að spila. Ég komst að því einum og hálfum klukkutíma fyrir leikinn að ég myndi byrja.“

Suarez náði þó vel saman við samherja sínum í leiknum. Lagði upp markið á Neymar og bjó til færi fyrir Messi í stöðunni 1-0, sem Iker Casillas varði vel.

„Neymar og Messi eru báðir mjög góðir leikmenn. Við vitum að Clasicos eru erfiðir leikir. Í næstum leikjum munum við ná ennþá betur saman.“

Suarez sagði þá enn frekar að nú yrðu þeir að einbeita sér að næsta leik gegn Celta Vigo.
Athugasemdir
banner
banner