Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. október 2016 12:21
Magnús Már Einarsson
Atli Gunnar í Fram (Staðfest)
Atli Gunnar Guðmundsson.
Atli Gunnar Guðmundsson.
Mynd: Fram
Fram hefur fengið markvörðinn Atla Gunnar Guðmundsson til liðs við sig frá Hugin á Seyðisfirði. Atli gerði tveggja ára samning við Fram.

Hinn 23 ára gamli Atli Gunnar varði mark Hugins í Inkasso-deildinni í sumar en í fyrra hjálpaði hann liðinu að vinna 2. deildina.

Atli var á bekknum í liði ársins í deildinni í vali fyrirliða og þjálfara hjá Fótbolta.net.

Hjá Fram á Atli að taka stöðu Stefano Layeni sem varði mark liðsins í Inkasso-deildinni í sumar.

Ásmundur Arnarsson þjálfari Fram og stjórn deildarinnar binda miklar vonir við Atla Gunnar á komandi leiktíð, segir í frétt á heimasíðu félagsins.

„Ég lít á Atla Gunnar sem mikilvægan hlekk í þeirri vegferð sem við erum í hvað varðar uppbyggingu á öflugu framtíðarliði,“ sagði Ásmundur.
Athugasemdir
banner
banner
banner