Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 25. október 2016 11:20
Elvar Geir Magnússon
Börsungar mótmæltu með því að skrópa
Simeone var valinn þjálfari ársins.
Simeone var valinn þjálfari ársins.
Mynd: Getty Images
Stjörnur Barcelona létu sig vanta á La Liga verðlaunahátíðina sem haldin var með pompi og prakt í gærkvöldi þrátt fyrir að vinna til tveggja verðlauna.

Lionel Messi var valinn framherji ársins og Luis Suarez var valinn La Liga heimsleikmaður ársins.

Þrátt fyrir að Börsungar hafi verið í fríi í gær mættu þeir ekki en þeir voru að mótmæla því að þjálfarinn Luis Enrique var ekki einu sinni tilnefndur sem þjálfari ársins þrátt fyrir að hafa unnið deildina.

Carles Rexach, sendiherra Barcelona, mætti til að taka við verðlaunum sem leikmenn félagsins fengu.

Atletico Madrid var í aðalhutverki á hátíðinni en félagið fékk fimm stór verðlaun, þar á meðal besta markvörðinn (Jan Oblak) og besta varnarmanninn (Diego Godin). Diego Simeone er þjálfari ársins.

Stærstu verðlaunin fékk Antoine Griezmann, sóknarmaður Atletico, sem valinn var besti leikmaður La Liga en Lionel Messi hefur hlotið þessi verðlaun sex sinnum á síðustu sjö árum.

Real Madrid fékk tvö verðlaun. Luka Modric var valinn besti miðjumaðurinn og hinn tvítugi Marco Asensio, sem var á láni hjá Espanyol á síðasta tímabili, var valinn besti nýliðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner