Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 25. október 2016 12:16
Magnús Már Einarsson
Grindavík hefur áhuga á Haraldi Frey
Haraldur Freyr Guðmundsson.
Haraldur Freyr Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindvíkingar hafa sýnt áhuga á að fá Harald Frey Guðmundsson varnarmann Keflavíkur í sínar raðir samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Haraldur staðfesti í samtali við Fótbolta.net í dag að hann hafi rætt við eitt félag í Pepsi-deildinni. Hann vildi þó ekki nafngreina félagið.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Grindavík áhuga á Haraldi en félagið er í leit að miðverði eftir að ljóst var að spænski varnarmaðurinn Edu Cruz leikur ekki með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Hinn 34 ára gamli Haraldur er samningslaus en hann gæti einnig tekið slaginn áfram með Keflavík.

„Ég er að fara að hitta Keflvíkingana í kvöld og þá skýrist þetta eitthvað. Ég er að skoða þetta allt saman," sagði Haraldur við Fótbolta.net í dag.

Haraldur spilaði alla leiki Keflavíkur í Inkasso-deildinni í sumar en liðið endaði í 3. sæti þar. Haraldur á 225 deildar og bikarleiki að baki með liðinu en hann lék einnig í atvinnumennsku með Álasund í Noregi og Apollon Limassol á Kýpur frá 2005 til 2009.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner