Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 25. október 2016 08:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kompany gaf sjúkrateymi City loforð
Kompany
Kompany
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, viðurkennir að hann ætlar að fara sérstaklega varlega á næstunni svo hann meiðist ekki aftur.

Einhverjir óttuðust framtíð hans hjá City eftir að hann komst ekki á bekkinn hjá liðinu er það mætti Barcelona í Meistaradeildinni. Hann var þá búinn að jafna sig á 34. meiðslunum síðan hann kom til City og flestir bjuggust við að hann yrði í hóp.

Pep Guardiola, þjálfari liðsins, sagði Kompany ekki ahfa verið tilbúinn og því hafi ekki verið tekin nein áhætta.

Kompany kom svo til baka gegn Southampton á sunnudag þar sem hann spilaði 78 mínútur en það var hans fyrsti leikur í byrjunarliði síðan í apríl.

„Ég er búinn að vera frá í hálft ár og ég lofaði sjúkrateyminu okkar að ég yrði hreinskilinn við þá. Ég sagði þeim hvernig mér leið, daginn fyrir Barcelona leikinn og þeir tóku ákvörðun fyrir mig, þó ég hafi auðvitað viljað spila."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner