þri 25. október 2016 23:17
Þorsteinn Haukur Harðarson
Rooney verður áfram fyrirliði Englands
Rooney með fyrirliðabandið.
Rooney með fyrirliðabandið.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, segir að Wayne Rooney þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa fyrirliðabandið hjá landsliðinu.

Rooney hefur ekki fengið að byrja í seinustu fjórum leikjum Manchester United og þá var hann heldur ekki í byrjunarliði enska landsliðsins í seinasta leik gegn Slóveníu. Þrátt fyrir það hefur Southgate ekki í hyggju að skipta um fyrirliða.

„Rooney er fyrirliði enska landsliðsins og þó að hann hafi ekki byrjað seinasta leik þá breytir það ekki stöðunni. Hann er mikils metinn innan liðsins og hefur mikil áhrif," sagði Southgate og bætti við.

Leiðtogahæfileikar hans voru augljósir seinast þegar landsliðið kom saman. Hann hefur jákvæð áhrif á liðið og umhverfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner