Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. október 2016 09:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Segir Wilshere ekki á leiðinni í Arsenal liðið aftur
Jack Wilshere
Jack Wilshere
Mynd: Getty Images
Jamie Redknapp, sparkspekingur á Sky Sports, sagði á dögunum að ferill Jack Wilshere hjá Arsenal væri á enda þar sem hann fór á lán til Bounemouth.

Arsenal og Bournemouth komust að samkomulagi um að Wilshere fengi spilatíma og tækifæri til að ná sér af fullu af meiðslum sem hafa hrjáð hann allan ferilinn.

Hann spilaði allan leikinn í markalausu jafntefli gegn Tottenham um helgina en það var í fyrsta skipti í rúm tvö ár sem hann spilar leik í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi til enda.

„Ég sé ekki framtíð hjá Wilshere hjá Arsenal. Hann verður að átta sig á því að hann er ekki á leiðinni í Arsenal liðið á nýjan leik," sagði Redknapp.

Wilshere var ósáttur við þessi ummæli og hann hefur nú svarað þeim.

„Ég veit ekki hvaðan hann fékk þetta. Ég er bara að reyna að komast á þann stað sem ég var á, að njóta þess að spila fótbolta í hverri viku og það er að takast þessa dagana," sagði Wilshere.
Athugasemdir
banner
banner
banner