Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. október 2016 18:26
Magnús Már Einarsson
Þórhallur Dan tekinn við Gróttu (Staðfest)
Frá undirskriftinni í kvöld.
Frá undirskriftinni í kvöld.
Mynd: Mynd: Grótta
Þórhallur Dan Jóhannsson er nýr þjálfari Gróttu en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í kvöld.

Hann tekur við liðinu af Úlfi Blandon sem hætti á dögunum eftir að hafa stýrt Gróttu upp í Inkasso-deildina í sumar.

Þórhallur Dan hefur undanfarin tvö ár verið aðstoðarþjálfari hjá Haukum en hann hætti þar eftir tímabilið á sama tíma og Luka Kostic hætti sem þjálfari.

„Þórhallur er reyndur leikmaður og þjálfari sem náði ásamt Luka Kostic eftirtektarverðum árangri með ungt lið Hauka svo hann passar vel inn hjá okkur," segir Hilmar S Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu.

Þórhallur Dan var áður þjálfari hjá Álftanesi í 3. deildinni árin 2011 og 2012.

Á sínum tíma spilaði Þórhallur lengi í efstu deild með Fylki og Fram áður en hann kláraði ferilinn í Haukum þar sem hann hjálpaði liðinu upp úr annarri deild í Pepsi-deildina og spilaði með liðinu þar árið 2010.
Athugasemdir
banner
banner