Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. október 2016 19:36
Þorsteinn Haukur Harðarson
Watford sleppur líklega við að missa stig
Watford mun líklega halda öllum sínum stigum
Watford mun líklega halda öllum sínum stigum
Mynd: Getty Images
Fyrr í dag komu fram fréttir um að enska úrvalsdeildarfélagið Watford myndi mögulega missa stig í refsingarskyni fyrir skjalafals. Nú er hinsvegar útlit fyrir að félagið sleppi með skrekkinn og missi ekki stig.

Félagið var sakað um að falsa skjöl til þess að fá sjö milljónir punda bankaábyrgð árið 2014.

Þrátt fyrir að félagið sleppi líklega við stigamissi er sagan ekki öll sögð því Rafaele Riva, stjórnarformaður félagsins, mun að öllum líkindum stíga til hliðar. Hann hyggst síðan fara í mál við fyrrum samstarfsfélaga sem báru ábyrgð á fölsuninni.

Watford er í 9. sæti úrvalsdeildarinnar með 12 stig en liðið gerði markalaust jafntefli við Swansea um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner