Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. nóvember 2014 16:46
Elvar Geir Magnússon
Leikmannamál
Aron mætir á æfingu á eftir: Vill ekki standa í leiðindum
Aron Bjarnason í leik með Fram en liðið féll úr Pepsi-deildinni á liðnu sumri.
Aron Bjarnason í leik með Fram en liðið féll úr Pepsi-deildinni á liðnu sumri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason, leikmaður Fram, segist aldrei hafa verið í verkfalli en það hafi verið orðalag sem fjölmiðlar hafi tekið upp.

Fótbolti.net ræddi við Aron áðan en hann er á leið á æfingu hjá Fram að nýju.

Aron hefur lýst því yfir að hann vilji losna frá Fram og ganga í raðir ÍBV en Eyjaliðið hefur gert nokkur tilboð í hann sem öllum hefur verið hafnað.

Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagði við Fótbolta.net í dag að Aron hefði ekki sést á æfingum og væri þar með ekki að standa við samning.

„Ég vil ekki standa í neinum leiðindum við Framara," sagði Aron.
Athugasemdir
banner
banner
banner