Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. nóvember 2014 14:17
Elvar Geir Magnússon
Félagaskipti
Brynjar Gauti í Stjörnuna (Staðfest)
Brynjar Gauti, nýjasti leikmaður Stjörnunnar.
Brynjar Gauti, nýjasti leikmaður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson skrifaði rétt í þessu undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara Stjörnunnar en hann kemur til félagsins frá ÍBV.

Þá hefur Brynjar leikið fyrir U21-landsliðið en hann hafði sett stefnuna á að reyna að komast út í atvinnumennsku en ekkert varð úr því að þessu sinni.

Brynjar er fæddur 1992 og var fyrirliði hjá Víkingi Ólafsvík áður en hann gekk í raðir ÍBV.

Hann segist vilja berjast um titla og það sé klárlega markmiðið hjá Stjörnunni en hann mun koma til með að leik við hlið Daníels Laxdal í hjarta varnarinnar.

Viðtal við Brynjar kemur inn á Fótbolta.net á eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner