Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. nóvember 2014 13:30
Magnús Már Einarsson
Hjörtur Logi eftirsóttur
Hjörtur Logi Valgarðsson.
Hjörtur Logi Valgarðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mörg félög á Norðurlöndunum hafa áhuga á vinstri bakverðinum Hirti Loga Valgarðssyni en þetta staðfesti Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður hjá Total Football í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hjörtur Logi spilaði með Sogndal í Noregi á nýliðnu tímabili en liðið féll úr úrvalsdeildinni þar í landi. Hjörtur Logi átti þó fínt tímabil en hann var duglegur að leggja upp mörk.

Hjörtur Logi á tvö ár eftir af samningi sínum við Sogndal og því þyrftu önnur félög að kaupa hann.

Hinn 26 ára gamli Hjörtur Logi er uppalinn hjá FH en hann spilaði með sænska liðinu Gautaborg áður en hann gekk í raðir Sogndal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner