Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. nóvember 2014 18:53
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: CSKA jafnaði í blálokin gegn Roma
Staðfest að Porto og Shaktar fara áfram úr H-riðli
Totti bætti eigið met.
Totti bætti eigið met.
Mynd: Getty Images
Hinn 38 ára Francesco Totti skoraði mark beint úr aukaspyrnu þegar Roma gerði 1-1 jafntefli gegn CSKA Moskvu í Meistaradeildinni en leiknum var að ljúka. Hann bætti þar með eigið met sem elsti leikmaður til að skora í keppninni en hann er 38 ára og 59 daga gamall.

Þá varð hann elsti leikmaður í sögu keppninnar til að skora beint úr aukaspyrnu.

Allt stefndi í sigur Roma en Vasili Berezutski jafnaði í blálok uppbótartíma. Mikið áfall fyrir Roma sem hefði komist í ansi góða stöðu með sigri.

Bayern er með fullt hús á toppi riðilsins (öruggt áfram) en Roma og CSKA eru með fimm stig hvort lið. Manchester City er með tvö en Englandsmeistararnir eiga leikinn í kvöld gegn Bayern München til góða.

Vonir BATE Borisov um að komast áfram úr H-riðli urðu að engu þegar liðið tapaði fyrir Porto í dag. Ljóst er fyrir lokaumferðina að Porto og Shaktar Donetsk fara í útsláttarkeppnina úr H-riðli.

E-riðill:
CSKA Moskva 0 - 1 Roma
0-1 Francesco Totti ('43 )

H-riðill:
BATE 0 - 3 Porto
0-1 Hector Herrera ('56 )
0-2 Jackson Martinez ('65 )
0-3 Cristian Tello ('89 )
Athugasemdir
banner
banner