Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. nóvember 2014 20:46
Brynjar Ingi Erluson
Messi búinn að slá met Raúl - Markahæstur í Meistaradeildinni
Lionel Messi er markahæstur í Meistaradeildinni, í bili.
Lionel Messi er markahæstur í Meistaradeildinni, í bili.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, leikmaður Barcelona á Spáni, er markahæsti leikmaður Meistaradeildar Evrópu frá upphafi en metið sló hann gegn APOEL í kvöld.

Barcelona er 0-2 yfir gegn APOEL frá Kýpur í Meistaradeild Evrópu en Luis Suarez kom Börsungum yfir áður en Messi bætti við öðru.

Messi er þar með kominn með 72 mörk í Meistaradeildinni sem gerir hann að markahæsti leikmanni keppninnar frá upphafi.

Spænski framherjinn, Raúl, átti metið en fyrir leikina í kvöld voru Raúl, Messi og Cristiano Ronaldo jafnir með 71 mark.


Athugasemdir
banner
banner