Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. nóvember 2014 10:33
Magnús Már Einarsson
Stefnt á að aðskilja spjöld í Íslandsmóti og bikarkeppni
Þóroddur Hjaltalín Jr. veifar gula spjaldinu.
Þóroddur Hjaltalín Jr. veifar gula spjaldinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR og Keflavík hvíldu menn fyrir bikarúrslitin í sumar.
KR og Keflavík hvíldu menn fyrir bikarúrslitin í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KSÍ mun á næstu vikum taka fyrir tillögu sem kom fram á formanna og framkvæmdastjórafundi um helgina um að aðskilja spjöld í Íslandsmóti og bikarkeppni.

Hingað til hafa spjöld í deild og bikar talið saman en í sumar hvíldu KR og Keflavík meðal annars leikmenn í deildarleik á undan bikarúrslitunum þar sem þeir voru á hættusvæði hvað varðar leikbann.

Slíkt yrði óþarfi ef að reglugerðinni verður breytt en þá eru spjöldin aðskilin í deild og bikar. Enginn leikmaður yrði heldur á hættusvæði í undanúrslitum í bikarkeppninni.

Tillagan hljóðar svo
- Spjöld í bikarkeppni telji sér
- Allir sitji við saman borð þegar aðalkeppni bikarkeppni KSÍ hefst í meistaraflokki og áminningar í undankeppni falli niður (telji ekki meir) en þó ekki leikbann sem leikmaður hefur unnið til.
- Á sama hátt falla áminningar niður (telja ekki) að loknum 8 liða úrslitum (en ekki leikbann) sem þýðir að þó að leikmaður fái áminningu í undanúrslitum kemur það ekki í veg fyrir þátttöku hans í úrslitaleik.

Að sama skapi yrði breytt þeim fjölda spjalda sem leikmenn þurfa að fá á Íslandsmóti til að fara í leikbann.

Ný reglugerð hlóðar svo
a) Í Íslandsmóti og Meistarakeppni KSÍ (telur saman)
4 áminningar – bann í 1 leik í Íslandsmóti
6 áminningar – bann í 1 leik í Íslandsmóti (er núna 7)
8 áminningar – bann í 1 leik í Íslandsmóti (er núna 10)
Önnur hver áminning eftir það - bann í 1 leik í Íslandsmóti (er núna þriðja)

b) Í bikarkeppni KSÍ
2 áminningar – bann í 1 leik í bikarkeppni KSÍ
4 áminningar – bann í 1 leik í bikarkeppni KSÍ
Önnur hver áminning eftir það – bann í 1 leik í bikarkeppni KSÍ
Áminningar leikmanns falla niður (telja ekki) í meistaraflokki
1) að lokinni undankeppni
2) að loknum 8 liða úrslitum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner