Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 25. nóvember 2015 13:00
Magnús Már Einarsson
Æfingaleikir: Emil Atla og sonur Heiðars Helgu skoruðu
Emil Atla er búinn að opna markareikninginn með Þrótti.
Emil Atla er búinn að opna markareikninginn með Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur sigraði Víking R. 4-1 í æfingaleik í Egilshöllinni í gærkvöldi. Emil Atlason stimplaði sig inn í fyrsta leik með Þrótti með því að skora tvívegis á tíu mínútum.

Aron Dagur Heiðarsson, 16 ára sonur Heiðars Helgusonar, var einnig á skotskónum í leiknum.

Þróttur gerðu einnig 3-3 jafntefli gegn Fylki á sunnudaginn. Aron Þórður Albertsson var á meðal markaskorara þar en hann er á reynslu hjá Þrótti þessa dagana. Styrmir Erlendsson skoraði tvö fyrir Fylki en hann hefur leikið með ÍR undanfarin ár eftir að hafa alist upp hjá Fylki.

Berserkir unnu Vængi Júpíters einnig 2-1 í æfingaleik í Egilshöll um helgina.

Þróttur 4 - 1 Víkingur R.
Mörk Þróttar: Emil Atlason 2, Breki Einarsson, Aron Dagur Heiðarsson.

Þróttur 3 - 3 Fylkir
Mörk Þróttar: Aron Þórður Albertsson, Breki Einarsson og Þorkell Helgason.
Mörk Fylkis: Styrmir Erlendsson 2, Daði Ólafsson.

Berserkir 2 - 1 Vængir Júpíters
Mörk Berserkja: Marteinn Breim og Andri Steinn Hauksson
Mörk Vængja Júpíters: Torfi Bryngeirsson.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner