Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 25. nóvember 2015 14:25
Elvar Geir Magnússon
Albert Guðmunds skoraði gegn unglingaliði Man Utd
Albert hefur leikið 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Albert hefur leikið 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Mynd: Raggi Óla
Albert Guðmundsson skoraði fyrra mark PSV Eindhoven sem er að vinna 2-0 útisigur á Manchester United í Meistaradeild unglingaliða.

Leikurinn hófst klukkan 14:00 og því er enn fyrri hálfleikur. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn sem fram fer á leikvangi í Leigh á Manchester-svæðinu.

Albert skoraði á þrettándu mínútu en átta mínútum síðar bætti Ramon-Pascal Lundqvist frá Svíþjóð við marki fyrir PSV.

PSV er með fjögur stig eftir fjóra leiki í B-riðli keppninnar en Manchester United hefur fimm. CSKA Moskva trónir á toppnum með átta stig, stigi meira en Wolfsburg.

Fylgstu með gangi mála í leiknum á heimasíðu UEFA

Uppfært 15:55 - PSV vann á endanum 5-0 sigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner