Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. nóvember 2015 12:30
Elvar Geir Magnússon
„Fór að skora þegar við byrjuðum að hlusta á Bieber"
Íslandsvinurinn Justin Bieber.
Íslandsvinurinn Justin Bieber.
Mynd: Getty Images
League one, C-deild enska boltans, er þekkt fyrir mikla hörku þar sem líkamlega sterkir leikmenn fá að njóta sín. Hvað tónlist skyldi vera spiluð í klefanum í þessari deild?

Ryan Leonard, miðjumaður Southend United, segir að tónlist Justin Bieber sé best til þess fallin að koma mönnum í gírinn fyrir leiki. Leonard er sannfærður um að Bieber eigi sinn þátt í því að hann hafi skorað þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum.

„Síðan við byrjuðum að spila Justin Bieber í klefanum fyrir leiki fór ég að skora á nýjan leik," segir Leonard.

„Ég er ekki viss um að allir í liðinu séu hrifnir af lögum Bieber, sérstaklega ekki Adam Barrett (35 ára miðvörður)."

Til gamans látum við fylgja eitt nýjasta myndbandið frá Bieber sem tekið var upp hér á Íslandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner