mið 25. nóvember 2015 13:30
Magnús Már Einarsson
Klopp: Ég vildi alltaf verða læknir
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að í æsku hafi draumurinn sinn verið að gerast læknir.

„Ég vildi verða læknir. Ég tel að ég hafi ennþá 'hjálpara heilkennið' að einhverju leyti," sagði Klopp í bók sem kom út í vikunni.

Klopp spilaði með Mainz í áraraðir og þjálfaði síðan liðið áður en hann tók við Dortmund. Hann var því aldrei nálægt því að fara í læknanám.

„Ég ætla ekki að ljúga. Ég held að ég hafi ekki verið nægilega klár til að verða læknir," sagði Klopp.

„Þegar ég var að útskrifast úr skóla þá sagði yfirkennarinn við mig: 'Ég vona að þetta gangi hjá þér í fótboltaum því að annars lítur þetta ekkert alltof vel út hjá þér."
Athugasemdir
banner
banner