Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 25. nóvember 2015 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
Meistaradeildin í dag - United gegn PSV og Zlatan fer heim
Innkastið fjallar um leiki vikunnar í kvöld
Aguero og félagar fara til Ítalíu.
Aguero og félagar fara til Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Það verður að sjálfsögðu nóg að gera í Meistaradeild Evrópu í kvöld en þá klárast seinni helmingur næstsíðustu umferðar riðlakeppninnar en margir spennandi leikir fara fram.

Zlatan Ibrahimovic fer á heimaslóðir er PSG fer til Svíþjóðar og mæta þar Malmö en í sama riðli fer Real Madrid í heimsókn til Úkraínu og mæta þar Shaktar Donetsk.

Manchester United fær Hollandsmeistara PSV í heimsókn í gríðarlega mikilvægum leik á meðan grannar þeirra í Manchester City mæta Juventus á útivelli en liðin berjast um efsta sæti síns riðils. Atletico Madrid fær síðan Tyrkina í Galatasaray í heimsókn.

Hljóðvarpsþátturinn Innkastið kemur inn á Fótbolta.net að loknum leikjum kvöldsins en þar verður rætt um þessa leikviku í Meistaradeildinni. Sérstök áhersla verður á leik Man Utd gegn PSV Eindhoven.

A riðill:
19:45 Malmö - PSG
19:45 Shaktar Donetsk - Real Madrid

B riðill:
17:00 CSKA Moskva - Wolfsburg
19:45 Manchester United - PSV Eindhoven

C riðill:
15:00 FC Astana - Benfica
19:45 Atletico Madrid - Galatasaray

D riðill:
19:45 Borussia M'Gladbach - Sevilla
19:45 Juventus - Manchester City
Athugasemdir
banner
banner
banner