Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. nóvember 2015 16:54
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Raul Jimenez skoraði tvö í Kasakstan
Marin Anicic og Jonas í leiknum í dag.
Marin Anicic og Jonas í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Astana 2 - 2 Benfica
1-0 Patrick Twumasi ('19 )
2-0 Marin Anicic ('31 )
2-1 Raul Jimenez ('40 )
2-2 Raul Jimenez ('72 )

Jafntefli varð niðurstaðan í leik Astana og Benfica í C-riðli Meistaradeildarinnar en leiknum var að ljúka í Kasakstan.

Benfica lenti tveimur mörkum undir í leiknum en sigur hefði gulltryggt portúgalska liðinu sæti í 16-liða úrslitum. Ef Galatasaray vinnur ekki Atletico Madrid í kvöld er Benfica öruggt áfram.

Allar vonir Astana um að komast í 16-liða úrslit urðu að engu fyrst liðinu tókst ekki að vinna í dag. Ef Galatasaray vinnur í kvöld er ljóst að Astana endar neðst í riðlinum.

Mexíkóski landsliðsmaðurinn Raul Jimenez var maður leiksins í dag en hann skoraði bæði mörk Benfica á gervigrasinu í Astana.

Hljóðvarpsþátturinn Innkastið kemur inn á Fótbolta.net að loknum leikjum kvöldsins en þar verður rætt um þessa leikviku í Meistaradeildinni. Sérstök áhersla verður á leik Man Utd gegn PSV Eindhoven.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner