Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 25. nóvember 2015 10:30
Magnús Már Einarsson
Staðfest að Coquelin verður frá keppni í þrjá mánuði
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að Francis Coquelin verði frá keppni í þrjár vikur.

Coquelin meiddist á hné í 2-1 tapinu gegn WBA um síðustu helgi og verður nú frá keppni fram í febrúar.

„Hann þarf ekki að fara í aðgerð en þetta verða að minnsta kosti 12 vikur," sagði Wenger eftir 3-0 sigurinn á Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Góðu fréttirnar fyrir Arsenal eru þær að Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain ættu að snúa aftur í tæka tíð fyrir leikinn gegn Olympaikos 9. desember en það er hreinn úrslitaleikur um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner