Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 25. nóvember 2015 11:13
Elvar Geir Magnússon
Sturluð tölfræði Willian í aukaspyrnum
Willian hefur verið á eldi.
Willian hefur verið á eldi.
Mynd: Getty Images
Willian hefur verið besti leikmaður Chelsea á tímabilinu en hann er með hreint sturlaða tölfræði þegar kemur að aukaspyrnumörkum.

Willian skoraði beint úr aukaspyrnu í sigrinum gegn Maccabi Tel Aviv í Meistaradeildinni í gær og er hann nú kominn með fjögur aukaspyrnumörk í keppninni og það úr fimm tilraunum!

Öll önnur lið í Meistaradeildinni hafa skorað eitt mark úr 83 tilraunum í riðlakeppninni.

Willian hefur jafnað met Juninho Pernambucano, fyrrum leikmanns Lyon, sem skoraði einnig fjögur aukaspyrnumörk á einu tímabili í Meistaradeildinni. Willian á góða möguleika á að bæta met landa síns.

Alls hefur Willian skorað sex aukaspyrnumörk úr tólf tilraunum á tímabilinu sem er meira en nokkur annar leikmaður í helstu deildum Evrópu hefur gert. Miralem Pjanic í Roma kemur í öðru sæti með fjögur.

Hljóðvarpsþátturinn Innkastið kemur inn á Fótbolta.net að loknum leikjum kvöldsins en þar verður rætt um þessa leikviku í Meistaradeildinni. Sérstök áhersla verður á leik Man Utd gegn PSV Eindhoven.
Athugasemdir
banner
banner
banner