Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. nóvember 2015 20:00
Arnar Geir Halldórsson
Zlatan: Tvisvar verið nálægt því að fara til Englands
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic segist tvisvar hafa verið nálægt því að ganga til liðs við enskt félag á ferlinum.

Svíinn hefur farið víða á löngum ferli sínum og spilað í Hollandi, Ítalíu, Spáni og nú í Frakklandi.

„Ég var í tvígang nálægt því að fara í ensku úrvalsdeildina. Einu sinni til Arsenal og svo til Man City en það gerðist ekki”, segir Zlatan.

Samningur Zlatan við PSG rennur út næsta sumar og hafa ýmsar sögur verið í gangi um framtíð kappans.

Hann útilokar ekki að fara til Englands en segir framtíðina vera algjörlega óráðna hjá sér.

„Þú veist aldrei. Kannski geri ég það en kannski geri ég eitthvað sem enginn hefur gert, maður veit aldrei.”

Zlatan er orðinn 34 ára gamall en hann hefur ekki áhyggjur af aldrinum og segist eldest eins og gott rauðvín.

„Ég er eins og gott vín. Því eldri sem ég verð því betri. Kannski ákveð ég samt að hætta.”

Athugasemdir
banner
banner