Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. nóvember 2016 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Bony með klásúlu sem segir að hann megi fara til Kína
Bony gæti farið til Kína í janúar
Bony gæti farið til Kína í janúar
Mynd: Getty Images
Mark Hughes, stjóri Stoke í ensku úrvalsdeildinni, segir að framherjinn Wilfried Bony sé með klásúlu í samningi sínum sem geri honum kleift að fara yfir í kínversku ofurdeildina í janúar.

Hughes býst þó við því að þessi 27 ára gamli sóknarmaður, sem er í láni hjá Stoke frá Manchester City, muni klára tímabilið á Englandi.

„Ég held að það sé satt," sagði Hughes aðspurður út í klásúluna hjá Bony. „Það þarf samt margt að gerast áður en þetta getur gerst, ekki síst að hann vilji sjálfur fara þangað."

„Ég held að hann muni ekki vilja það. Ég held að hann sjái sig sem leikmann í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og á komandi árum."

Bony hefur skorað tvö mörk í tíu leikjum hjá Stoke á þessari leiktíð, en mörkin komu bæði gegn hans gamla liði, Swansea.
Athugasemdir
banner